Mitt helsta vandamál í dag

Mitt helsta vandamáli í dag er að fara ekki að leggja mig því ég vaknaði kl hálf fimm og var mætt í fríhöfnina hálf sex og svaf ekki mikið s.s ekki mikið miða við mig, sumir væru örugglega útsofnir.....fann ekki orðið þið skiljið hvað ég á við. Úff þetta á ekki við mig, líkamsklukkan fer öll í rúst og mér er illt í maganum og þreytt og andlega þreytt. Þá veit ég það, að svona vaktavinna á ekkki við mig.

Svo lenti ég í kynferðislegri áreytni í vinnunni þar sem að nokkrir fullir rússar eltu mig út um alla fríhöfn og skoðuðu mig upp og niður og töluðu rússnesku og reyndu að tala við mig (hmmm spurning hvað þeir voru að segja )og létu mig ekki í friði og þetta endaði þannig að ég varð að fýja inn á kaffistofu og bíða þar í smástund.

Svo er mér svo illt í maganum að ég nenni ekki í ræktina og nenni ekki að versla og nenni ekki að elda í kvöld dísus hvað ég er ekki ég..............

En spáið í lúxusvandamáli í dag......svefnleysi, þreyta, leti og fullir karlmenn svo er fólk að deyja út í heimi og ég sat á Enricos í hádeginu (af því að ég vinn bara til hálf tólf) og gæddi mér á lúxus humar pasta og væli svo bara heheh.


myndir:)

var að setja inn nýjar myndir...

vagna ekki berja mig en ég varð að setja þessa mynd því þú ert svo sæt:)

magga ekki þú heldur berja mig því þetta er flottasta trompulín mynd sem ég hef séð..:)

kveðja stína fína


ég verð nú bara að seigja...

já það er satt hjá  þér begga mín maður verður bara að æfa sig að blogga meira... samt kem ég inn á hverjum deigi til að tjekka á ykkur:)

það er nú bara allt í rólegheitum hérna í úthverfunum eins og alltaf, er bara búinn að vera að vinna og vinna svo er það bara heim að slaka á eftir, þannig að ég er í mikllllu stuði fyrir slúður á fimtudaginn og hlakka ykt mikið til:)

annars erum við að skoða ferðir til útlanda í ágúst og jafvel er stefnan tekin á san fransiskó... og þaðan til las vegas ( ekki að gifta sig eða neitt) en þar mundi ég sennilega upplifa stóran viðburð í lífi mínu því ég mundi að sjálfsögðu fara og sjá drottningu dramans.... celin dion.. já ég er nebblinlega sukker fyrir henni og allri hennar brjálaðis rödd... ég sé mig allveg í anda að grenja á meðan hún tekur eitthavað að sínum stórfengleu hitturum.. og ég er sko meiri að seigja búinn að fá mannin minn til að samþikkja að koma með..:)  ( hann er EKKI sukker fyrir "vælinu" í henni..)

velkomin heim kristín þóra, það hefur verið gat í klúbbnum ekki með þig með:)

begga ynnilega til hamingju með útskriftina:)

magga getur verið að þú sért með eitthvað slúður á fimmtudaginn??

hrefna.. hlakka til að setjast í nýja sófan þinn í nýja húsinu þínu:)

vagna ég er allveg að fara að setja pæju mynd af þér hérna inn..:)

kveðja grafarvogshúsmóðurinn:)


Næsti saumaklúbbur eftir 2 daga

Ég hlakka svooo til að fara til Hrefnu og að hitta ykkur allar Koss Ég bara bíð eftir fimmtudeginum. Greinilega lítið að gerast í mínu lífi... hehemm....

Við Begga vorum að tala um að fara kannski allar saman í bíl. Hugsið um það og látið okkur svo vita. Það er líka alveg bannað að hætta við að fara, allir að mæta með prjónadót. Sjálf er ég að hekla eins og brjálæðingur. Rosa stuð Ullandi

Jæja ég ætla að klára að vinna, borgarstjórinn er að koma og heilsa upp á okkur hér. Svona ef einhver annar en ónefnd loðinleggja veit ekki hvað hann heitir þá heitir hann Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.

Svo er ég að hugsa um að heimsækja Beggu á vellina þangað til maðurinn minn er búin að vinna.

Hafið það gott í dag og knúsist Saklaus

Vagna.


hvað er að gerast

Stelpur þið verðið að fara að standa ykkur í blogginu. Æfa sig að blogga, common þið vinnið einhverjar fyrir framan tölvur.

Hvað er að gerast í lífinu ykkar í dag? Eru þið í fríi eða eru þið að vinna or what?

Ég er allaveganna búin að vera heima í dag og í gær með Eddu veika sem er alltaf fínt því þá tekur maður almennilega til og þrífur  og þvær þvott og núna ætla ég að henda honum út á pall og láta hann þorna þar. Svo fer ég að vinna kl hálf sex í nótt eða fyrramálið hvernig sem maður lítur á það. Fyrir mér er alltaf nótt fyrir kl sjö. Svo eftir vinnu á morgun þá ætla ég að kaupa mér almennilegan bol í ræktina þar sem að ég er alltaf í ræktinni og skoða húsgögn á pallinn því ég ætla að kaupa mér svoleiðis fyrir peningana sem ég fékk í útskriftargjöf. Þegar ég er búin að kaupa þau þá ætla ég að bjóða saumaklúbbnun í grillpartý á pallinum mínum og börn eru velkomin, hvernig líst ykkur á það?


Takk fyrir mig

Takk æðislega fyrir mig dömur mínar, það er greinilega ótrúlega tenging á milli okkar því ég hugsaði daginn fyrir útskriftina......o ég vildi að ég hefði beðið ykkur  um að gefa  mér sléttujárn og viti menn að Stína snillingur var algjörlega með þetta á hreinu hvað átti að gefa mér hehe

 Anyhow ég er með slúður fyrir saumaklúbbinn á fimmtudaginn, en ég spara það algörlega og segi ekki orð fyrr en eftir hallarferðina miklu.

Svo er bara vinna í kvöld og fram á nótt og ég veit ekki hvað ég verð lengi að vinna því allt innritunarfólkið er að fara í verkfall þannig að það verður seinkunn á öllu flugi í dag og það fer allt í rugl þannig að það verður spennandi að sjá.

Já og Kristín Þóra velkomin heim og ég hlakka  til að sjá þig og látum verða að kaffihúsaferðinni okkar í vikunni.


Danadrottning eða dramadrottning??????

Sælar stúlkur...er búin að vera á leiðinni að blogga núna í margar vikur, hef setið á netkaffihúsi og svoleiðis ætlað að þruma í einn léttan samt djúpan pistil en æ svo dettur mér bara ekkert sniðugt í hug, stressast öll upp og hætti  við!! Ég hef tilhneigingu til að taka mig aðeins of alvarlega og gera skemmtilega hluti bæði erfiða og leiðinlega...merkilegur eiginleiki sem sumir vilja kalla dramatík:) Kannist þið nokkuð eitthvað við hann????  

Annars les ég að það sé allt að gerast. Begga að ljúka háskólanámi , sveitaferð á fimmtudaginn og ég veit ekki hvað og hvað, þetta er hörkusaumaklúbbur, hvernig er með mótið í Vestmannaeyjum Stína??? Ég get tekið að mér að hanna derfhúfur og boli handa okkur og jafnvel ,,skvísu" eða mittistösku með lógóinu ,,loðnir leggir" svo þyrftum við að koma með gott slagorð.....

hlakka til að hitta ykkur....vi ses

Kristín Þóra

 


Saumó í sveitó :)

Jæja stelpur.

Það er komið að sveitaferðinni. Saumó verður haldinn 29. júní, fimmtudag, klukkan 20:30.  Sýningarferð um höllin verður kl.20:35, tímalega. Setist verður í sófann kl. 20:50 og byrjað að PRJÓNA. Prónapjásan, nei afsakið, prjónapásan verður kl.21:30, þá verða veitingar boðnar og kjaftasögur sagðar ;)

Ekki er tekið á móti fráföllum!

Allir verða að mæta :) 


ÚTSKRIFT 24 JÚNÍ

Fyrst að Stína er sú eina  sem er búin að svara (ÞIÐ LESIÐ GREINILEGA EKKI BLOGGIÐ) þá ætla ég að gera aðra tilraun og auglýsa útskriftarveisluna mína á laugardaginn 24 júní milli 13 og 15.

Ég verð að fá að vita hverjar koma út af því að ég verð með tapas-rétti og verð að panta miða við fjölda fyrir mánudag eða þriðjudag

Kveðja Begga útskriftargella


Vel heppnaður 17 júní

Þetta var nú bara mjög vel heppnað...ég hef aldrei upplifað jafn rólegan 17 júní þar sem að helmingur landsmanna hefur ákveðið að það yrði svo ógeðslegt veður að þeir yrðu bara heima hjá sér en sannleikurinn er sá að það var milt og gott veður allan tímann og engin rigning fyrr enn um hálf sex í dag. Við gátum gengið um götur borgarinnar án þess að það yrði gengið á mann og ég fékk bara eina blöðru í andlitið og geri aðrir betur. Edda fór í hoppukastala og þurfti að bíða í svona 3 mínútur og eitt tívolí-tæki og þurfti ekki að bíða lengur þar svo gátum við setist inn á kaffihús  sem er nú ótrúlegt og nóg af sætum. Þetta var best 17 júní sem ég hef upplifað.

 Jæja þá ætla ég að hoppa í brúðkaup.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Begga, Hrefna, Kristín Þóra, Magga, Stína og Vagna
Begga, Hrefna, Kristín Þóra, Magga, Stína og Vagna
við erum stæltar stelpur í sveitinni...
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

skemmtilegu bloggin

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband