Færsluflokkur: Bloggar
8.9.2006 | 12:42
Hvernig er það?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2006 | 20:59
Er ekkert að gerast hérna???
Jæja stúlkur mínar hvað segi þið gott??? Eru allir að kafna í námi hérna?
Allaveganna þá held ég að lífið verði ekki betra en í dag, vinna bara 3 daga vikunnar er DÁSAMLEGT sem þýðir að ég er að fara í helgarfrí eftir 2 daga ohhhh ég bara elska þetta og ekki nóg með það heldur er nýja vinnan mín líka skemmtileg og í gegnum mitt líf hefur mér aldrei fundist neinar vinnur skemmtilegar. Ótrúlegt mig grunaði ekki að lífið færi svona fyrir tæpum átta árum.
Jæja gangi ykkur vel í náminum, við sjáumst nú hjá Stínu á miðvikudag í lit og klippó.
Kveðja frá húsmóðurinni í Hafnafirði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2006 | 13:27
Brúðkaup
Ég var í brúðkaupi systur minnar um helgina. Ég var veislustjóri ásamt frænda brúðgumans og það gekk bara mjög vel. Það var mikið hlegið af ræðunni minni svo að þetta var góð veisla ;)
Það er þvílíkt hamingjubúst að horfa á svona ástfangið par játast hvort öðru, maður bara sveif út úr kirkjunni.
Um kvöldið henti systir mín brúðarvendinum og ég fór úr hælunum og greip vöndinn. Ég hringdi svo bara í Hörð og sagði "já"..... eða er það ekki örugglega bónorð þegar maður grípur vöndinn ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.8.2006 | 21:26
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN SÆTA
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.8.2006 | 18:38
Saumó í Hafnafirðinum
Jæja þá er komið að hinum stórkostlega saumaklúbbi loðnum leggjum. Hann verður haldin á fimmtudaginn 17 ágúst í næstu viku kl átta á Burknavöllum.
Endilega vilji þið láta vita hverjar koma svo ég geti útbúið einhverjar kræsingar við hæfi. Ef þið svarið ekki á blogginu þá mun ég leita ykkur uppi með því að hringja hehehehehehhe.
Begga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.8.2006 | 01:39
www.youtube.com/watch?v=8gNsDp2N6yM
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.8.2006 | 23:43
Fannst þetta svoooo sætt
Að eignast barn.
Er eins og að leggja hluta af hjarta sínu út í veröldina og
vona að það verði ekki brotið eða sært.
En það er samt þess virði að taka þá áhættu því blessunin verður alltaf mikil.
ÁÐUR EN ÉG VARÐ MAMMA
Áður en ég varð mamma borðaði ég
matinn á meðan hann var heitur, gekk
í hreinum fötum og gat spjallað í
rólegheitunum í símann.
Áður en ég varð mamma gat ég
farið seint í háttinn, sofið út um
helgar, greitt mér daglega og gengið
um íbúðina án þess að stíga á leikföng.
Áður en ég varð mamma velti ég
því aldrei fyrir mér hvort
pottaplönturnar á heimilinu
væru eitraðar.
Áður en ég varð mamma hafði
enginn kúkað, pissað eða ælt á mig.
Áður en ég varð mamma hugsaði ég
skýrt, hafði fullkomið vald yfir
líkama mínum og tilfinningum
og svaf alla nóttina.
Áður en ég varð mamma hafði ég
aldrei haldið grátandi barni föstu til
þess að læknir gæti sprautað það
eða tekið úr því blóðprufu.
Áður en ég varð mamma hafði ég
aldrei brostið í grát við að horfa í
tárvot augu og þekkti ekki þá
hamingjuflóðbylgju sem getur
sprottið af einu litlu brosi.
Áður en ég varð mamma sat ég
aldrei langt fram á nótt og horfði á
barn sofa eða hélt á sofandi barni
vegna þess að ég tímdi ekki að leggja
það frá mér.
Áður en ég varð mamma vissi ég
ekki hvað ein lítil vera getur haft
mikil áhrif á líf manns og hversu
óendanlega sárt það er að geta ekki
kippt öllum vandamálum í lag.
Áður en ég varð mamma vissi ég
ekki að ég gæti elskað svona heitt og
hversu dásamlegt móðurhlutverkið væri.
Áður en ég varð mamma þekkti ég
ekki þetta einstaka samband móður
við barn sitt og gleðina sem fylgir
því að gefa svöngu barni brjóst.
Áður en ég varð mamma vaknaði ég
ekki tíu sinnum á nóttu til þess að
aðgæta hvort allt væri ekki
örugglega í lagi.
Áður en ég varð mamma hafði ég
ekki kynnst hlýjunni, kærleikanum,
sársaukanum og ævintýrinu sem fylgir
því að eiga barn.
Bara í dag....
-ætla ég að brosa til þín þegar augu okkar mætast og hlæja þegar mig langar frekar að gráta...
-ætla ég að leyfa mér að vakna mjúklega, vafinn inn í sængina þína, og halda á þér í fanginu þar til þú ert tilbúinn fyrir nýjan dag...
-ætla ég að leyfa þér að velja hvaða föt þú ferð í,
brosa og hrósa þér fyrir "fullkomna" litasamsetningu...
-ætla ég að gleyma óhreina tauinu og fara frekar með þér út á leikvöll...
-ætla ég að geyma óhreinu diskana í vaskinum og hjálpa þér að leysa nýja púsluspilið þitt...
-ætla ég að slökkva á símanum og tölvunni og fara með þér út að blása sápukúlur...
-ætla ég að bjóða þér upp á ís í innkaupaferðinni, í stað þess að byrsta mig um leið og þú ferð að suða um hann...
-ætla ég ekki að hafa áhyggjur af því hvað þú ætlar að vera þegar þú verður stór...
-ætla ég ekki að hafa bakþanka um allar ákvarðanir sem ég tek í uppeldinu og fyrir þína hönd...
-ætla ég að leyfa þér að baka með mér bollur og ekki hnoða þær allar aftur þegar þú sérð ekki til...
Bara í kvöld....
-ætla ég að halda á þér í fanginu og segja þér frá deginum þegar þú fæddist og hvers vegna mér þykir svona vænt um þig...
-ætla ég að leyfa þér að busla og skvetta í baðinu og ekki verða reið út af vatninu á gólfinu...
-ætla ég að leyfa þér að vaka lengi og skoða stjörnurnar á himninum...
-ætla ég að kúra hjá þér eins lengi og þú vilt, þó að ég missi þá af uppáhaldsþættinum mínum...
-ætla ég að dást að þér og vera þakklát fyrir að eiga gersemi eins og þig.
Kveðja úr Hafnafirðinum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.7.2006 | 16:26
Hvaða fimmtudag líst ykkur best á að halda saumaklúbb?
Hvaða fimmtudag líst ykkur best á af þessum dögum...næsti fimmtudagur eða fimmtudagur fyrir verslunarmannahelgi eða fimmtudagur 10 ágúst eftir verslunarmannahelgi????
Tjáið ykkur um þetta.
Hvað er annars að frétta, við erum allar búnar að vera MJÖG lélegar að blogga, ég er alltaf í ferðalagi eða vinna þess á milli en þið? Það verður nú gaman að hittast í saumó og slúðra aðeins ha.....eru þið ekki búnar að vera duglegar að safna slúðri svo við getum nært okkur á því í nokkra klukkutíma og dáið svo úr móral á eftir og kannski bara í heila viku heheheheh ,,glætan.
Annars á ég bara eftir að vinna í 2 vikur í fríhöfninni eða 7 vaktir nánar tiltekið,,,,dísús hvað sumarið er fljótt að líða ég sver það ha. Svo byrja ég á námskeiði í nýju vinnunni minni 9 og 10 ágúst og byrja svo að undirbúa kennslu 15 ágúst
Að lokum á ekki að fjölmenna á útihátíðinni um helgina á Hlöðum og taka alveg óendanlega mikið af fíkniefnum með (hehehehehe). Við Vagna ætlum allavega að fara með börnin og mennina með og gista í fellihýsi hmm notalegt.
Kveðja frá húsmóðurinni í Hafnafirðinum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.7.2006 | 16:24
Hæ
Þetta var actually vinsælt, hvað er fólk að spá?
tékk it át
kv, Magga
http://youtube.com/watch?v=h37KQu64RY4
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.7.2006 | 22:25
Sælar
Ég vildi bara kasta kveðju frá Kaupmannahöfn, er byrjuð að blogga. Set linkinn inn
Hlakka til að hitta ykkur.
kærlig hilsen
Kristín Þóra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
skemmtilegu bloggin
- Doktor Allý
- Kristín Þóra
-
kennarinn
bullið hennar valdísar -
hulsterinn
þessi er góð -
stínafínaappelsína
suburbianhausewive
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar