Heimavinnandi 4ra barna móðir út á landi, HJÁLP

Þetta ástand byrjaði á sunnudaginn og verður næsta mánuðinn. Stjúpbörnin mín tvö voru s.s. að koma og ég er að ná mér í dag. Ég var orðin þunglynd við tilhugsunina í gær, tilhugsunina um að næsta mánuðinn myndi ég leggja á borð og ganga frá eftir okkur öll á morgnanna, í hádeginu, í kaffinu, jafnvel seinnipartinn (ávextir) og kvöldmat, týna upp drasl, gefa skipanir, þrífa, setja í vél, taka úr vél, hengja upp og BRJÓTA SAMAN OG GANGA FRÁ (uppáhaldið mitt). Pjúff. Það er ekkert að börnunum, þau eru fín, það er bara það sem fylgir þeim FJÓRUM.

Núna er ég að drekka orkudrykk með grænu tei og það er aðeins að birta til hjá mér. Ég verð bara að gera þetta eins og Begga, með honum hérna uppi ;)

Það góða er að þau eru dugleg að leika öll saman og ég get látið þau líta eftir þeim yngri meðan ég fer í sturtu og þess háttar og að ég á uppþvottavél núna og herbergi fyrir þau öll og draslið þeirra, sko, búin að finna fullt að ljósum punktum í þessu :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Begga, Hrefna, Kristín Þóra, Magga, Stína og Vagna

Ooo hvað ég skil þig Hrefna mín, og á ég nú bara eitt barn!!!

Gangi þér vel með þetta sæta.

ps: hann virkar þessi hérna "uppi" ;)

Begga, Hrefna, Kristín Þóra, Magga, Stína og Vagna, 6.6.2006 kl. 14:12

2 identicon

Ég er kannski ljóshærð fyrir allan peninginn en hver er þessi þarna "uppi"?

Magga (IP-tala skráð) 6.6.2006 kl. 14:29

3 Smámynd: Begga, Hrefna, Kristín Þóra, Magga, Stína og Vagna

Sem leiðir okkur í gegnum lífið :)

Skilurðu núna?

Begga, Hrefna, Kristín Þóra, Magga, Stína og Vagna, 6.6.2006 kl. 14:58

4 identicon

jú, það er eitthvað að síast inn :Þ

Magga (IP-tala skráð) 6.6.2006 kl. 15:17

5 identicon

Vonandi ekki of hátt uppi ;)

Valdís (IP-tala skráð) 6.6.2006 kl. 15:46

6 identicon

þú átt alla mína samúð elsku hrefna mín... við eigum nebblinlega 4 börn og þegar þau eru öll þá gerir maður ekkert annað en að leggja á borð, taka af því setja í vél og gefa skipanir... mitt ráð til þín er að byðja fuullllt til hans...:)

stina (IP-tala skráð) 6.6.2006 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Begga, Hrefna, Kristín Þóra, Magga, Stína og Vagna
Begga, Hrefna, Kristín Þóra, Magga, Stína og Vagna
við erum stæltar stelpur í sveitinni...
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

skemmtilegu bloggin

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband