6.6.2006 | 19:13
Mitt líf í dag
Heil og sæl.
Í dag var fyrsti vinnudagurinn minn eftir veikindin miklu. Það var vel tekið á móti mér og gott að koma enda góður vinnustaður. Ég á nú ekki eftir að vinna þarna lengi í viðbót þar sem ég er að fara í skólann eftir sumarfríið mitt til Ítalíu .
Anyway, eftir vinnu fórum við Anja Rut í Leikbæ og skiluðum afmælisgjöfinni, bílabrautinni sem við gáfum henni því hún virkaði aldrei almennilega. Ég fór með Æðruleysisbænina fyrir utan því ég bjóst við einhverju veseni en Anja fékk að velja sér annað í staðinn og við fengum afbragðs þjónustu. Hún valdi helling enda dýr bílabraut. Hún er eins og margir vita svolítill strákur í sér enda valdi hún sér slökkviliðsdót, talstöð, gervitennur, bláan bolta (vill bara blátt - ekki bleikt!) og eitthvað fleira. Voða kát.
Ég er búin að vera að skoða í hvað ég er að eyða tímanum svona yfir höfuð og gat hugsað eeeendalaust á meðan ég var veik. Komst að þeirri niðurstöðu að ég eyði honum alltof mikið í tölvunni (allavega kvartar Kalli undan því) og að hugsa. Þið kannist örugglega ekki við það
. Ég hef ákveðið að vera sem minnst í tölvunni þegar ég er heima því ég vinn við þetta daglega og verð tölvutengd daglega líka þegar ég fer í skólann. Svo þarf maður bara fleiri tíma í leynifélaginu til að díla við það að hugsa of mikið - if jú nó vot æ mín
Jæja þetta var mjög tilgangslaust blogg en ég verð að standa mig eins og þið og vera með í þessu.
Hafið það gott og verið góð við hvort annað.
Vagna
ps: læt Æðruleysisbænina fylgja með til gamans.
Guð, gefi mér æðruleysi
Til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt
Kjart til að breyta því sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli
skemmtilegu bloggin
- Doktor Allý
- Kristín Þóra
-
kennarinn
bullið hennar valdísar -
hulsterinn
þessi er góð -
stínafínaappelsína
suburbianhausewive
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ Vagna! Long time :) Til hamingju með dótturina, skólann, heilsuna (vissi ekki að þú varst veik) og að ætla til Ítalíu! Hljómar allt mjög flott. Fyrst las ég að þú ætlaðir í skóla á Ítalíu en það er bara mín ,,skapandi" sjón, he he. Ástarkveðja, Valdís
Valdís (IP-tala skráð) 6.6.2006 kl. 23:27
Mér fannst þetta falleg færsla elsku Vagna.
Enda ertu falleg og yndisleg :)
Hulda Gísla (IP-tala skráð) 7.6.2006 kl. 11:09
Ó takk fyrir Hulda og Valdís :) eruð svo ljúfar...
Begga, Hrefna, Kristín Þóra, Magga, Stína og Vagna, 7.6.2006 kl. 13:52
Til hamingju með Anju. Og leynifélagið bíður spennt eftir þér :o)
Magga (IP-tala skráð) 7.6.2006 kl. 16:48
Gott að heyra að þú sért komin á rólið aftur dúllan mín!
Ítalía hvað??? Ég sem hélt þú ætlaðir til Spánar!!!
Knús til þín**
Elín Björk, 7.6.2006 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.