7.6.2006 | 15:34
Helgin framundan
Síðasta sumar varð ég fyrir nýrri lífsreynslu sem var bæði ótrúlega skemmtileg en um leið eitt það dramatískasta og skelfilegasta sem ég hef upplifað. Ég fór sem sagt í river rafting. Ég fór með vinnunni hennar Huldu vinkonu í Hólmsá sem er ein hættulegasta áin á landinu. Þar hittum við fyrir skelþunna guida sem létu okkur fá þennan fína búning. Alveg nýþröngan (gat varla andað fannst mér) sem ver mann fyrir kulda, vel notaða og blauta skó, hjálm og björgunarvesti. Trúið mér, þetta var ekki smart outfit en það bjargaði lífi mínu. Þessi ferð byrjaði ágætlega rólega. Man að ég var eitthvað gasprandi í bátnum, "Hva, þetta er ekkert mál" , man að það kom einhver svipur á guidinn ...... and I was sorry later. Sem ég fer að koma að afhverju. Leiðin hélt áfram niður ánna en svo komum við að stað í ánni þar sem var frekar hættulegur og mátti þá bara einn bátur fara niður flúna í einu því guidarnir í hinum bátunum þurftu að bíða tilbúnir með línur og kajak ef eitthvað mundi fara úrskeiðis. Svo fór minn bátur niður og við þurftum að hitta á einhvern ákveðinn stað því annars mundum við fara útbyrðis. Leyfið mér að orða það þannig...........við hittum ekki á staðinn. Ég man að ég var að róa á fullu og allt í einu var ég komin á bólakaf í ánna. Ég fékk nett högg á höfuðið, öll vitin fylltust af vatni, sá allt svart og ég sökk og sökk af fullum krafti á bólakaf, og fann að það var ekkert sem ég gat gert. Ég hugsaði actually, "Magga, þetta er búið". En svo kikkaði tískuslysið inn og mér skaut aftur upp á yfirborðið. Um leið og mér skaut upp þá heyrði ég öskrað. "Gríptu í línuna, gríptu í línuna". Sem ég gerði með örvæntingu drukknandi manns, því þannig leið mér. Greip um línuna í andköfum, hóstandi og grátandi en komst á land nokkuð heil. En báturinn eyðilagðist og við gátum ekki notað hann þannig að mínu liði var dreyft á hina bátana. Ég var sett aftast á einn bátinn rétt hjá guidinum og hafði ekkert til að halda mér í. En þá tók við lokaparturinn sem var ægilegur þar sem áin var grá og alveg geðveik þar sem enginn réð neitt við neitt að mér fannst og ég bara sat ofan í bátnum og leið stöðugt eins og ég væri að fara útbyrðis. Og ef það hefði gerst á þeim stað þá væri ég komin langt út á Atlandshaf as we speak og eitthvað lengra. Var komin með kal á höndunum, hrakin og köld. En þegar ferðin var búin þá var þetta geggjað ævintýri sem ég hefði ekki viljað fara á mis við. Svo fórum við aftur í skálann þar sem við skiptum um föt. Það var engin sturta og aðstaðan var frekar slöpp, þannig að ég fór eins og hinir, aftur heim þakin sandi og einhverju fleirru. En ykkur að segja þá var þetta reynsla sem var ógleymanleg og ég mæli eindregið með þessu.
En hér er svo málið. Ég var að byrja í sumarvinnu fyrir rúmri viku. Og núna á að fara að hrista hópinn eitthvað saman. Og hvað haldið þið? Það á að fara í river rafting. Það á reyndar að fara í Hvítá sem er miklu vægari en ég finn bara mótstöðuna í mér. Fokk, fokk, fokk. Þetta var gaman fyrir ári en á ég að fara aftur? Er ekki viss um að ég meiki svona svaðilför aftur. Ég er með svo lítið hjarta. Ég er einnig svo mikil stofuplanta. Ekki snefill af náttúrbarni í mér, ég vil fara á staði þar sem ég get stungið sléttujárninu í samband. Ég vil hafa það þægilegt, vera hlýtt og ekki vera þakin drullu og blaut í gegn. Hvað á ég að gera? Þetta verðu ábyggilega gaman en þetta ævintýri síðasta sumar var svona one time only. Eða hvað? Varla er þetta mál sem ég tek í bæn og hugleiðslu :Þ
Kv, Magga
skemmtilegu bloggin
- Doktor Allý
- Kristín Þóra
-
kennarinn
bullið hennar valdísar -
hulsterinn
þessi er góð -
stínafínaappelsína
suburbianhausewive
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að sjálfsögðu ferðu Magga!!! Eins og þú segir sjálf þá er þetta minna mál í Hvítá. Svo getum við alltaf farið aftur í sumarbústaðinn.......
ps: ég myndi líklega aldrei fara í svona river rafting!
Vagna (IP-tala skráð) 7.6.2006 kl. 15:47
Magga, ég hef aðeins eitt um þetta að segja..
Hvítá er fyrir smábörn!
Hulda Gísla (IP-tala skráð) 7.6.2006 kl. 16:31
Alltaf gott að skipta um tegund!! ;) Ég meina eingöngu fyrir samanburðarrannsóknir sko.
Valdís (IP-tala skráð) 7.6.2006 kl. 16:34
Ég mæli með því að þú sendir þessa Huldu gellu í þinn stað...því eins og ég skil þetta þá er sökin hennar
Auja (IP-tala skráð) 7.6.2006 kl. 18:53
Eftir að hafa rekið lengst í Hólmsá í fyrra, misst af líflínunni, vera toguð á þurrt land nær dauða en lífi af manni í kajak, kasta upp jökulvatni í 30 mín og láta glæða lífi aftur í útlimi.. þá þætti mér það full mikið fingurfokk til almættisins að láta svo sjá mig í Hvítá. Kona eins og ég fer ekki í Hvítá. Það er bara svoleiðis. Ósköp einfalt mál. Hólmsá, Jökulsá eða engin á.
Hulda Gísla (IP-tala skráð) 7.6.2006 kl. 19:43
Ég er svo hirkalega mikill spennufíkill að ég mundi fara ef ég væri þú. Ég væri samt um leið að drulla í mig úr hræðslu ehhehehehe svona er spennufíknin. Ég er bogamaður frá guðsnáð og elska ævintýri, útilegur, bátsferðir og mér er alveg sama þó að ég sé ekki með sléttujárn.
Svo er ég líka til í að fara í sumarbústaðinn sem fyrst.
Begga (IP-tala skráð) 7.6.2006 kl. 21:11
Sammála Beggu með slétturjárnsleysið. Ómáluð með úfið hár að veltast um í ævintýraþrá, það er málið ;)
Hulda Gísla (IP-tala skráð) 8.6.2006 kl. 06:20
Vildi að ég væri með svona rétta mynd af mér einsog Magga. Ég held og trúi því staðfastlega að ég sé náttúrubarn og það allt en er einmitt stofuplanta. Sit einsog hlandkanna í minni stofu.... Þetta var blaut tuska að lesa. Magga mín: Go for it girl! Og leyfðu svo okkur stofuplöntunum að lifa í gegnum þig :)
Valdís
Valdís (IP-tala skráð) 8.6.2006 kl. 08:34
Það er eiginlega must að fara
Magga (IP-tala skráð) 8.6.2006 kl. 08:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.