Well

Það er greinilega ekki mikið að gerast á þessu bloggi okkar stelpur mínar.  Allavega er ég að kafna úr vinnu og svoleiðis dóti þessa dagana og ég er í frábæri vinnu.  Gaman gaman.  Og eins og hefur komið fram þá fór ég í rafting um helgina í Hvítá og þetta var ekkert mál.  Sérstaklega í ljósi þess sem gerðist síðast þegar ég fór.  Þetta var eins og að fara úr rússibananum í klessubílana.  Klessubílarnir eru alveg fínir og maður hlær mikið en það er ekkert mikið að gerast.  En ég mæli með þessu.  Næst ætla ég í base jumping, já eða ekki.  Það mun aldrei gerast.  En ég er líklegast að fara að prófa að síga niður þverhnípta kletta með einni stelpu sem ég er að vinna með. 

En ég fékk svo mikið ógeð á þessu veðri og kulda að ég keypti mér ljósakort sem er svosem ekki frásögu færandi nema það að sólarvörnin sem ég var með var ekki að virka alveg því frá miðjum maga og niður þá er ég svo skaðbrennd að ég lýt út eins og bónusgrísin.  Líður eins og það sé að kvikna í mér.  Vá hvað ég lifi spennandi lífi.

Kveðja, Magga 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Magga on fire!

Valdís (IP-tala skráð) 16.6.2006 kl. 09:25

2 identicon

Er ekki soldið spennandi að vera í stór hættu um helgar eins og rafting og klifra í einhverjum klettum.

Begga (IP-tala skráð) 17.6.2006 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Begga, Hrefna, Kristín Þóra, Magga, Stína og Vagna
Begga, Hrefna, Kristín Þóra, Magga, Stína og Vagna
við erum stæltar stelpur í sveitinni...
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

skemmtilegu bloggin

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband