Endalaust tölvuleysi

Jæja loksins kemst ég í tölvuna, kallinn er farin að taka hana með sér í vinnuna á daginn og svo er ég búin að vera að vinna frá 20-03.03 á flugvellinum þannig ekki hef ég haft tíma til að kíkja á kvöldin og blogga aðeins. En ég er í fríi þessa helgina þannig maður kíkir aðeins í bæinn á morgun í rigninguna...við stelpurnar fórum í Hagkaup í dag og keyptum regnhlíf fyrir hana þar sem spáin er endalaus rigning og maður sleppur ekki við að fara í bæinn á 17 júní þegar maður á börn, einnig keyptum við litla sæta pony blöðru og íslenska fánann. Allt á klínk í Smáralind. Svo bara förum við í regngallann og höfum gaman.

Þetta árið stýrði ég aðeins blöðrukaupunum þar sem hún fékk í fyrra RISA STÓRA blöðru og ÉG FÉKK að halda á henni á 17 júní og ég nenni ekki svoleiðis vitleysu þannig að litla sæta pony-blaðran varð fyrir valinu.

Um fimmleytið fer ég í brúðkaup hjá pari úri leynifélaginu okkar í Hafnafjörðinn og verð frameftir kvöldi.

Að lokum minni ég saumaklúbbinn á útskriftarveislu laugardaginn 24 júní kl 13-15 hjá mér.....díses ég er að segja ykkur að 3 ár í skóla eru eins og 2 mánuðir í mesta lagi...maður bara byrjar og svo er þetta búið og belive me ég hélt að ég mundi aldrei útskrifast úr Háskólanámi og hvað þá að fara að vinna við það ó my god kraftaverkin gerast endalaust á þessum bæ sem og hjá ykkur öllum.

Gott væri að vita hverjar komast sem fyrst vegna veitinga, við erum að fara að plana þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Begga, Hrefna, Kristín Þóra, Magga, Stína og Vagna
Begga, Hrefna, Kristín Þóra, Magga, Stína og Vagna
við erum stæltar stelpur í sveitinni...
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

skemmtilegu bloggin

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband