Mitt helsta vandamál í dag

Mitt helsta vandamáli í dag er að fara ekki að leggja mig því ég vaknaði kl hálf fimm og var mætt í fríhöfnina hálf sex og svaf ekki mikið s.s ekki mikið miða við mig, sumir væru örugglega útsofnir.....fann ekki orðið þið skiljið hvað ég á við. Úff þetta á ekki við mig, líkamsklukkan fer öll í rúst og mér er illt í maganum og þreytt og andlega þreytt. Þá veit ég það, að svona vaktavinna á ekkki við mig.

Svo lenti ég í kynferðislegri áreytni í vinnunni þar sem að nokkrir fullir rússar eltu mig út um alla fríhöfn og skoðuðu mig upp og niður og töluðu rússnesku og reyndu að tala við mig (hmmm spurning hvað þeir voru að segja )og létu mig ekki í friði og þetta endaði þannig að ég varð að fýja inn á kaffistofu og bíða þar í smástund.

Svo er mér svo illt í maganum að ég nenni ekki í ræktina og nenni ekki að versla og nenni ekki að elda í kvöld dísus hvað ég er ekki ég..............

En spáið í lúxusvandamáli í dag......svefnleysi, þreyta, leti og fullir karlmenn svo er fólk að deyja út í heimi og ég sat á Enricos í hádeginu (af því að ég vinn bara til hálf tólf) og gæddi mér á lúxus humar pasta og væli svo bara heheh.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

lúxus smúksus... verum bara glaðar á meðan við eigum bara lúxus vandamál:) sjáust heima hjá þér kl hálf átta annað kvöld:)

stina (IP-tala skráð) 28.6.2006 kl. 17:06

2 identicon

Ég skil þig Begga. Skil þig svo vel. Ég hef reyndar unnið vaktavinnu síðan ég byrjaði að vinna, og alltaf fílað það vel. En núna undanfarið, eiginlega á þessu ári, fer þetta alveg svakalega illa í mig. Kem heim eftir næturvakt og get ekki sofnað. Líður eins og ég sé líkamlega veik. Eftir nokkra svefnlausa daga líður manni eins og andlega heilsan sé að gefa sig líka.. og maður sé að slippa hægt og sígandi inn í geðveiki.
Uss, þetta er rugl. Ég styð dagvinnu.

Hulda G (IP-tala skráð) 29.6.2006 kl. 13:09

3 identicon

Ohhhh ég er svo sammála, ég fór heim í morgun eftir að hafa ælt í vinnunni og ég hélt að ég væri orðin veik og nú er ég búin að leggja mig í nokkra klukkutíma og er stálhress´, ætla meira segja í ræktina áður en ég fer á sumarhátíð hjá Eddu Lovísu.

Begga (IP-tala skráð) 29.6.2006 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Begga, Hrefna, Kristín Þóra, Magga, Stína og Vagna
Begga, Hrefna, Kristín Þóra, Magga, Stína og Vagna
við erum stæltar stelpur í sveitinni...
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

skemmtilegu bloggin

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband