3.7.2006 | 09:33
Lúxuslíf í sveitinni
Heil og sæl og takk fyrir síðast stelpur.
Vá maður er nú bara enn að jafna sig eftir síðasta saumó... ég er sammála þér Magga, þetta verður seint toppað!
Ég fór í Skorradal um helgina og mikið er gott að komast svona út úr borginni... þvílík forréttindi. Heit gola og sól tók á móti okkur og sætasti sumarbústaður í heimi. Notarleeeeegt.... Við fórum að veiða í Skorradalsvatni, 3ja stærsta vatni landsins (allavega síðast þegar ég vissi) og Anja Rut veiddi einn urriða, ca 3ja punda á 50 cm veiðistöng. Og geri aðrir betur. Hann var síðan eldaður og át hún hann svo með góðri lyst. Sannkallaður villimaður þessi dóttir mín, allavega miðað við mömmu sína
Anyway, grasið var slegið og rakað og svo var mikið heklað í þessari ferð. Ég geri ekkert annað þessa dagana... þetta loðir við þráhyggju
Næstu helgi er ferðinni svo heitið aftur í skorradalinn. Þá er ætlunin að bera á bústaðinn og eitthvað fleira.
Ég bíð bara eftir helginni og að komast út úr þessu borgarlífi.
Stína, er ég að koma til þín á morgun kl. 6 eða misskildi ég eitthvað??? Svo var ég að spá í að biðja þig að klippa manninn minn ef þú hefur tíma í vikunni.
Munið að safna slúðri fyrir næsta saumó, lágmark eitt slúður á mann (<--- þessi kall er sem sagt að tala þó hann virðist vera með skemmdar tennur eða vindil - veit ekki alveg)
Stelpur hafið það gott og hlakka til að sjá og heyra í ykkur aftur.
Knús og kreistur,
Vagna
skemmtilegu bloggin
- Doktor Allý
- Kristín Þóra
-
kennarinn
bullið hennar valdísar -
hulsterinn
þessi er góð -
stínafínaappelsína
suburbianhausewive
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já og Hrefna - þvílíkt fallegt heimili þitt, ykkur á eftir að líða vel þarna :) og takk fyrir tipsin í prjónaskapnum, þau hafa komið sér vel.
Vagna (IP-tala skráð) 3.7.2006 kl. 12:15
Dugleg að blogga stelpa, sko æfingin skapar meistarann.
Ég var að koma heim úr vinnu og er að spá í að leggja mig samt er það ekki gott en samt.
Allavega var ég með 20 manna grillveislu í gærkvöldi með börnum....dísús ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað við erum orðnar margar með fjölskyldur og nota bene það vantaði helminginn af stelpunum þannig að við hjónin vorum sveitt í gærkvöldi en þetta er samt svo gaman að halda veislur.
Jæja best að leggja sig aðeins áður en ég fer í ræktina.
Begga (IP-tala skráð) 3.7.2006 kl. 14:01
já er það ekki bara:) klukkan 6 á morgun, hlakka til að hafa hendur í hári þínu:)
stina (IP-tala skráð) 3.7.2006 kl. 18:44
ég er strax byrjuð að safna slúðri fyrir næsta saumó
Magga Ósk (IP-tala skráð) 4.7.2006 kl. 08:23
ohhh Magga, ég get ekkert beðið. Er ekki bara spurning að þú komir á stofuna í dag til Stínu og Kristín Þóra og Begga komi líka og hitti okkur Hrefnu??? hmm.... koma so....
Vagna (IP-tala skráð) 4.7.2006 kl. 10:11
Eigum við að hafa óformlegan skyndi-, neyðarsaumó í grafarvogi??? er það málið???
Magga (IP-tala skráð) 4.7.2006 kl. 11:03
Það væri ekki vitlaust!!!
Vagna (IP-tala skráð) 4.7.2006 kl. 11:40
Spurning hvort ég komist....er að fara að hitta eh konur um sjö leitið
Magga (IP-tala skráð) 4.7.2006 kl. 12:14
Ég alla vega mæti kl. 18 í klipp og lit, slúður eða ekki slúður, Hðrður hættir fyrr til að hleypa konunni að gera sig fína :)
Begga, Hrefna, Kristín Þóra, Magga, Stína og Vagna, 4.7.2006 kl. 14:26
ég geri mitt besta, það væri gaman að taka stöðuna, en annars bara þá í næsta klúbbi eða eitthvað
Magga (IP-tala skráð) 4.7.2006 kl. 14:33
Ég mæti líka kl. 18. Við slúðrum þá bara sem erum þarna :)
Vagna (IP-tala skráð) 4.7.2006 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.