6.7.2006 | 09:04
Takk Stína sæta
Það er ekki hægt að segja annað um Stínu en að hún sé snilli... hún gjörsamlega reddaði hárinu mínu sem ég er búin að vera að ergja mig á. Kalla það nú bara forréttindi að fá að koma til hennar í hárgreiðslu Takk Stína mín fyrir að gera mig sæta og fína. Nú er þetta bara verkefni þitt að sjá um hárið á mér "for-ever"... líst þér ekki vel á það? Tala nú ekki um slúðrið sem við Hrefna fengum í leiðinni... ekki leiðinlegt það
Annars er ég að fara í Skorrann í kvöld. Get ekki beðið. Fer fyrst í ræktina með Beggu og í búðir svo brunum við í sveitina .
Hafið það gott og góða helgi.
knús,
Vagna
skemmtilegu bloggin
- Doktor Allý
- Kristín Þóra
-
kennarinn
bullið hennar valdísar -
hulsterinn
þessi er góð -
stínafínaappelsína
suburbianhausewive
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Segjum tvær, alveg frábært að koma til Stínu í klippingu. Er rosa ánægð, alveg á hreinu að ég kíki aftur. Kannski komum við Vagna bara saman fast. Ja, ef hárið á Vögnu vex nógu hratt, gangi þér vel með það Stína mín ;)
Hrefna
Begga, Hrefna, Kristín Þóra, Magga, Stína og Vagna, 6.7.2006 kl. 10:07
hehe.. við förum bara saman hér eftir á 6 vikna fresti ;) Við vorum líka svo duglegar að hjálpa Stínu að setja strípurnar í :) Svo getum við kannski tekið gítarana með og önnur sungið á meðan hin er í lit og klipp :)
Vagna (IP-tala skráð) 6.7.2006 kl. 10:17
sungið og spilað átti þetta að vera auðvitað :) En EKKI fatlafól - það er alveg á hreinu Hrefna! Annars talaði ég við Katrínu í gær og okkur líst vel á að hittast fljótlega og spila saman :) en Katrín var alveg út á korti.. alltaf að spyrja hvort ég vildi poka.......
Vagna (IP-tala skráð) 6.7.2006 kl. 10:19
mikið er ég glöð að þið séuð glaðar og ekki var það leiðinlegt að fá ykkur saman þannig að það er spurning um að halda bara einn klúbb á 6vikna fresti á hárgreiðslustofunni... það er líka alltaaf svooo mikið slúður þar;)
stina (IP-tala skráð) 6.7.2006 kl. 21:28
heyrðu vinan ekkert svona ...ég labba bara
kv. Katrín
Katrin (IP-tala skráð) 9.7.2006 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.