2.8.2006 | 23:43
Fannst þetta svoooo sætt
Að eignast barn.
Er eins og að leggja hluta af hjarta sínu út í veröldina og
vona að það verði ekki brotið eða sært.
En það er samt þess virði að taka þá áhættu því blessunin verður alltaf mikil.
ÁÐUR EN ÉG VARÐ MAMMA
Áður en ég varð mamma borðaði ég
matinn á meðan hann var heitur, gekk
í hreinum fötum og gat spjallað í
rólegheitunum í símann.
Áður en ég varð mamma gat ég
farið seint í háttinn, sofið út um
helgar, greitt mér daglega og gengið
um íbúðina án þess að stíga á leikföng.
Áður en ég varð mamma velti ég
því aldrei fyrir mér hvort
pottaplönturnar á heimilinu
væru eitraðar.
Áður en ég varð mamma hafði
enginn kúkað, pissað eða ælt á mig.
Áður en ég varð mamma hugsaði ég
skýrt, hafði fullkomið vald yfir
líkama mínum og tilfinningum
og svaf alla nóttina.
Áður en ég varð mamma hafði ég
aldrei haldið grátandi barni föstu til
þess að læknir gæti sprautað það
eða tekið úr því blóðprufu.
Áður en ég varð mamma hafði ég
aldrei brostið í grát við að horfa í
tárvot augu og þekkti ekki þá
hamingjuflóðbylgju sem getur
sprottið af einu litlu brosi.
Áður en ég varð mamma sat ég
aldrei langt fram á nótt og horfði á
barn sofa eða hélt á sofandi barni
vegna þess að ég tímdi ekki að leggja
það frá mér.
Áður en ég varð mamma vissi ég
ekki hvað ein lítil vera getur haft
mikil áhrif á líf manns og hversu
óendanlega sárt það er að geta ekki
kippt öllum vandamálum í lag.
Áður en ég varð mamma vissi ég
ekki að ég gæti elskað svona heitt og
hversu dásamlegt móðurhlutverkið væri.
Áður en ég varð mamma þekkti ég
ekki þetta einstaka samband móður
við barn sitt og gleðina sem fylgir
því að gefa svöngu barni brjóst.
Áður en ég varð mamma vaknaði ég
ekki tíu sinnum á nóttu til þess að
aðgæta hvort allt væri ekki
örugglega í lagi.
Áður en ég varð mamma hafði ég
ekki kynnst hlýjunni, kærleikanum,
sársaukanum og ævintýrinu sem fylgir
því að eiga barn.
Bara í dag....
-ætla ég að brosa til þín þegar augu okkar mætast og hlæja þegar mig langar frekar að gráta...
-ætla ég að leyfa mér að vakna mjúklega, vafinn inn í sængina þína, og halda á þér í fanginu þar til þú ert tilbúinn fyrir nýjan dag...
-ætla ég að leyfa þér að velja hvaða föt þú ferð í,
brosa og hrósa þér fyrir "fullkomna" litasamsetningu...
-ætla ég að gleyma óhreina tauinu og fara frekar með þér út á leikvöll...
-ætla ég að geyma óhreinu diskana í vaskinum og hjálpa þér að leysa nýja púsluspilið þitt...
-ætla ég að slökkva á símanum og tölvunni og fara með þér út að blása sápukúlur...
-ætla ég að bjóða þér upp á ís í innkaupaferðinni, í stað þess að byrsta mig um leið og þú ferð að suða um hann...
-ætla ég ekki að hafa áhyggjur af því hvað þú ætlar að vera þegar þú verður stór...
-ætla ég ekki að hafa bakþanka um allar ákvarðanir sem ég tek í uppeldinu og fyrir þína hönd...
-ætla ég að leyfa þér að baka með mér bollur og ekki hnoða þær allar aftur þegar þú sérð ekki til...
Bara í kvöld....
-ætla ég að halda á þér í fanginu og segja þér frá deginum þegar þú fæddist og hvers vegna mér þykir svona vænt um þig...
-ætla ég að leyfa þér að busla og skvetta í baðinu og ekki verða reið út af vatninu á gólfinu...
-ætla ég að leyfa þér að vaka lengi og skoða stjörnurnar á himninum...
-ætla ég að kúra hjá þér eins lengi og þú vilt, þó að ég missi þá af uppáhaldsþættinum mínum...
-ætla ég að dást að þér og vera þakklát fyrir að eiga gersemi eins og þig.
Kveðja úr Hafnafirðinum
skemmtilegu bloggin
- Doktor Allý
- Kristín Þóra
-
kennarinn
bullið hennar valdísar -
hulsterinn
þessi er góð -
stínafínaappelsína
suburbianhausewive
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hummm ertu nokkuð ólétt???????????????
stina (IP-tala skráð) 3.8.2006 kl. 20:04
nei ég er ekki ólétt en það svífur alltaf jafn mikið yfir vötnum og mun gerast innan 1-1/2 árs.
Begga
Begga (IP-tala skráð) 3.8.2006 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.