Ef manni finnst ekkert vera að gerast hérna....

..þá verður maður bara að láta eitthvað gerast.

Ég er byrjuð í skólanum aftur og klára í desember. Þá getið þið komið með bókhaldið ykkar til mín og ég skal koma því í lag fyrir umtalsverða peninga því ég ætla að verða svo rík :Þ

Maður heyrir sig  varla hugsa þessa dagana heima því vinnuteymið hans Harðar er hérna á lóðinni, að steypa girðingar og gera þakkanta hjá okkur og nágrannanum svo að tveir til þrír vinnubílar rúnta hingað fram og til baka ástamt risa krana, risa gröfu, litla gröfu, vörubíl og steypubíl. En ég er rosa glöð því það er verið að framkvæma hér á fullu. Hlakka þvílíkt til að sjá breytingarnar eftir þennan kafla.

Við Hörður fórum í kærustuparaferð til Köben og það var bara yndislegt. Við eyddum einum degi í tívolíinu, fórum oft í sum tæki, drukkum latté, fórum í sleik og reyndum að rústa hvort öðru í þythokkí, bara gaman :)

Við löbbuðum síðan heil ósköp með latté, fórum í 3D bíó, 180° bíó og venjulegt bíó. Talandi um það, í bíó kostar 65 kr danskar á daginn en 75 kr danskar á kvöldin ( eins og flest annað hérna, sér gjald fyrir dag og kvöld) sem er nú bara dýrara en heima. Þar að auki kostar 95 kr danskar ef myndin er lengri en hefðbundin mynd. Þetta komust við að þegar við fórum á Pirates of the caribbean, svo vilja allir flytja til Danmerkur !!

Við vorum algjörar miðbæjarrottur því við fórum ekki úr miðbænum fyrr en eftir á 4. degi og þá fórum við í Fields, eitthvað Mall og það var ekki eins skemmtilegt og að hanga niðri í bæ.  Við vorum líka rosa mennigarleg og fórum á Reef's and beef's og borðuðum þar krókódíl, rosa góður, og kengúru sem var líka rosa góð. Að lokum fengum við okkur eftirréttinn Death by chocolate og það var það svo sannarlega, það er hægt að fá of mikið af súkkulaði.

Á síðasta degi leigðum við bíl og keyrðum yfir til Malmö, við héldum að það yrði ótrúlega skemmtilegt. Það var leiðinlegt að borga yfir brúna því það kostaði fram og til baka tæp 450 kr danskar ! en það var gaman að keyra yfir brúna, það var leiðinlegt að reyna að borga fyrir bílastæði í Malmö en það var gaman að labba frá bílastæðinu þar til það byrjaði að rigna, brjálæðislega 10 mínútum seinna. Það var gaman að sitja undir skýli, með hitablásara og teppi að borða eitthvað gott en það var ekki gaman að sjá að rigningin var ekkert að hætta eftir matinn svo að við rúntuðum aðeins og fórum svo bara aftur til Köben, þar var líka rigning en ekki eins mikil en bara að vera í Köben var miklu skemmtilegra :) Við flugum síðan heim um kvöldið. Þetta var þvílíkt endurnærandi ferð fyrir okkur kærustuparið en það var líka rosa gaman að koma heims að sjá börnin okkar og verða mamma og pabbi aftur.

Ég vil að það verði saumaklúbbur sem fyrst svo að ég geti fengið þetta slúður í æð sem ég missti af!!  

Kveðja alsæla Hrefna ;) 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ohh gaman hjá ykkur hjónunum. Þið hafið örugglega þurft á því að halda að vökva ykkur án barnanna. Ég fór alveg með ykkur í ferðina í huganum þegar ég var að lesa þetta. Ég er sammála að halda saumaklúbb sem fyrst því það er svo gaman að hitta ykkur. Ég á að halda hann þannig að ég ræð hehehe. Spurning hvaða fimmtudagur hentar. hvað segið þið um fimmtudaginn 29 sept???

Begga (IP-tala skráð) 15.9.2006 kl. 20:39

2 identicon

Já, því ekki það :)

Hrefna (IP-tala skráð) 19.9.2006 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Begga, Hrefna, Kristín Þóra, Magga, Stína og Vagna
Begga, Hrefna, Kristín Þóra, Magga, Stína og Vagna
við erum stæltar stelpur í sveitinni...
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

skemmtilegu bloggin

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband