Færsluflokkur: Bloggar
17.6.2006 | 10:01
17
hæ hó jibbí je og jibbí jei það er kominn 17 júní... oooo hvað ég man hvað það var einu sinni gaman þegar það var þessi dýrðardagur.. maður söng þetta lag í viku fyrir og viku eftir fullorðnum til mikilla ama... svo fór maður í bæjinn og fékk fána og eitthvað drasl og sá allt fræga fólkið standa á sviði að syngja akkurat þetta ofarnefnda lag ooo hvað lífið var gott:)
svo varð maður stór og mér satt best að seigja dettur ekki í hug að fara niður í bæ í rigningunni og húka þar og horfa á öll börnin að kafna úr sikruðu kandí flossi og foreldrana að tapa sér yfir að reyna að halda í við krakkana..
það er eins og allt hafi breyst, ekki til hins verra eða neitt svoleiðis bara þú veist maður varð bara allt í einu stór....:)
en begga ég verð nú bara að seigja að ég dáist af þér að vera að fara niður í bæ í rigningunni... eins gott að þetta sé góð regnhlíf sem þú keiptir.. og auðvitað mundi ég ekki láta mig vanta í útskriftarveisluna þína:) allstaðar þar sem er matur á boðstólnum þá er ég fyrst af öllum til að mæta..:)
allvega þá vona ég að allir eigi frábæran dag og allt það..:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.6.2006 | 00:37
Endalaust tölvuleysi
Jæja loksins kemst ég í tölvuna, kallinn er farin að taka hana með sér í vinnuna á daginn og svo er ég búin að vera að vinna frá 20-03.03 á flugvellinum þannig ekki hef ég haft tíma til að kíkja á kvöldin og blogga aðeins. En ég er í fríi þessa helgina þannig maður kíkir aðeins í bæinn á morgun í rigninguna...við stelpurnar fórum í Hagkaup í dag og keyptum regnhlíf fyrir hana þar sem spáin er endalaus rigning og maður sleppur ekki við að fara í bæinn á 17 júní þegar maður á börn, einnig keyptum við litla sæta pony blöðru og íslenska fánann. Allt á klínk í Smáralind. Svo bara förum við í regngallann og höfum gaman.
Þetta árið stýrði ég aðeins blöðrukaupunum þar sem hún fékk í fyrra RISA STÓRA blöðru og ÉG FÉKK að halda á henni á 17 júní og ég nenni ekki svoleiðis vitleysu þannig að litla sæta pony-blaðran varð fyrir valinu.
Um fimmleytið fer ég í brúðkaup hjá pari úri leynifélaginu okkar í Hafnafjörðinn og verð frameftir kvöldi.
Að lokum minni ég saumaklúbbinn á útskriftarveislu laugardaginn 24 júní kl 13-15 hjá mér.....díses ég er að segja ykkur að 3 ár í skóla eru eins og 2 mánuðir í mesta lagi...maður bara byrjar og svo er þetta búið og belive me ég hélt að ég mundi aldrei útskrifast úr Háskólanámi og hvað þá að fara að vinna við það ó my god kraftaverkin gerast endalaust á þessum bæ sem og hjá ykkur öllum.
Gott væri að vita hverjar komast sem fyrst vegna veitinga, við erum að fara að plana þetta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2006 | 10:44
Upprifjun í boði Hrefnu
Stelpur mínar, ef þið munið það ekki síðan þið lásuð fyrir bílprófið ykkar þá er U-beygja alltaf tekin á eigin ábyrgð.
Það sagði starfsmaður hjá Vörður mér þegar ég var látin vita að ég hefði verið í órétti og þyrfti að borga mína viðgerð sjálf. Það kostar sem sagt (lægsta tilboð) um 200.000 kr. að koma honum á götuna aftur. Ég get kysst 7 manna bíl bless í bili, þar sem ég á ekki von á að skipta þessum strax upp úr þessu.
Ég er nú samt búin að vera ótrúlega lánsöm, fékk bíl lánaðann hjá tengdapabba til að vera með í þessu bílleysi. Fæ minn í enda næstu viku, vonandi.
Lærdómur dagsins: Aldrei skaltu U-beygju taka nema eiga 200.000 kr. í vasanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.6.2006 | 23:41
Well
Það er greinilega ekki mikið að gerast á þessu bloggi okkar stelpur mínar. Allavega er ég að kafna úr vinnu og svoleiðis dóti þessa dagana og ég er í frábæri vinnu. Gaman gaman. Og eins og hefur komið fram þá fór ég í rafting um helgina í Hvítá og þetta var ekkert mál. Sérstaklega í ljósi þess sem gerðist síðast þegar ég fór. Þetta var eins og að fara úr rússibananum í klessubílana. Klessubílarnir eru alveg fínir og maður hlær mikið en það er ekkert mikið að gerast. En ég mæli með þessu. Næst ætla ég í base jumping, já eða ekki. Það mun aldrei gerast. En ég er líklegast að fara að prófa að síga niður þverhnípta kletta með einni stelpu sem ég er að vinna með.
En ég fékk svo mikið ógeð á þessu veðri og kulda að ég keypti mér ljósakort sem er svosem ekki frásögu færandi nema það að sólarvörnin sem ég var með var ekki að virka alveg því frá miðjum maga og niður þá er ég svo skaðbrennd að ég lýt út eins og bónusgrísin. Líður eins og það sé að kvikna í mér. Vá hvað ég lifi spennandi lífi.
Kveðja, Magga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.6.2006 | 08:55
Þriðjudagur til þrautar.....er það ekki
Jæja loksins búin að fá tölvuna mína eftir helgarfrí frá henni.
Hrefna Díana er næst að halda saumó og er ekki sniðugt að hún komi með hugmyndir um hvaða fimmtudag við komumst allar? Svo er ég næst með ágúst-klúbbinn svo Stína svo Vagna svo Magga svo Hrefna svo einhvern tímann hún Kristín Þóra sem er by the way að svíkja okkur því ég er löngu búin að hringja í hana og kenna henni að blogga. Hún er greinilega að hafa svo gaman í Köben.
Allavega þá er ég að fara með Eddu á leikskólann svo fer ég í sjúkraþjálfun svo fæ ég mér hádegismat og er að spá í að prófa þetta nýja hjá Nings í kringlunni sem heitir wok nings og þaðan á hádegisfund og þaðan í ræktina jiiiiii hvað ég er dugleg...haldi þið að ég sé ekki bara farin að fara 4 sinnun í ræktina á viku og er að fíla það í botn, já nokkuð gott hjá manneskju sem nennti ALDREI að hreyfa sig, ég er meira segja búin að vera stanslaust í sporthúsinu í 2 ár núna í ágúst, ég bara elska að hafa brjálaða teknó-tónlist í I-podinum og horfa á einhverja þætti í sjónvarpinu og gleyma mér.......guð gerir kraftaverk hjá öllum greinilega.
Svo á að fara að sérpanta spegil í herbergið mitt svona langan svo ég sjái mig þegar ég er að máta föt og svoleiðis. Einnig verð ég aðeins að stússast fyrir fyrirtækið okkar, fara á nokkra staði. DJö....er geggja að vera svona í fríi á virkum dögum.......Hvað er að frétta af ykkur gellur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.6.2006 | 21:42
hvaðahvaða
halló stelpur... á ekkert að fara að skrifa í þetta blogg???? ég vil fá að vita hvað er að gerast í lífinu ykkar því tja ekki er ég að hringja.....
annars er allt gott að frétta af mér :) ég klippti einn frægan í dag.. seigi ykkur í næsta saumo hver það var og allt það:) bæthevei hvenar er nærsti klúbbur og hvar??
kveðja grafarvogshúsmóðurinn:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.6.2006 | 18:50
mistök ársins..
já ég gerði mistök ársins að hafa ekki farið á þessa bubba tónleika.... ég meina ég er búin að gráta og hlæja yfir hverju einasta lagi sem þessi snillingur hefur gefið út og ég meina stemminginn þarna var rosaleg.. ég ko nebblinlega sá það í sjónverpinu.. ruglað... ég kveikti bara á útvarpinu og það voru þeir og svo bara stillti ég á stöð 2 og horfði á þá ruglaða ( ein rugluð) hehe allavega þá hugsaði ég með mér, hann er kóngurinn ég meina gaurinn er 50ára og hann er enn hoppandi og skoppandi út um allt... já svona er maður hress ef maður geymir heilan í áfengi í x ár:)
allavega þá búið að vera eitthvað svo mikið að gera að ég hef ekki séð tölvuna.. ógeðslega gaman í nýju vinnunni minni, ég var eiginlega bara búin að gleyma hvað maður getur orðið gott þreittur:)
mig langar líka í rafting..:( getum við farið í rafting stelpur??
kveðja ruglaða grafarvogshúsmóðurinn...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.6.2006 | 15:38
Lifi lífinu á brúninni
Jæja.....ég er búin að taka fullt af ákvörðunum í dag, eða reyndar bara tvær. Og bara fokk it. Ég ætla að skella mér í rafting með vinnufélugunum og svo er ég búin að panta peysuna í gegnum netið. Þetta er dagurinn sem ég tek fullt af "heimskulegum" ákvörðunum. Það er eins gott að ég noti eitthvað þessa peysu því þetta er orðið dáldið dýrt, en mér er sama. Vísa léttir sko lífið.
kveðja, Magga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.6.2006 | 14:46
HJÁLP
MIG vantar svo einhverja gellu til að skúra gólfið mitt fyrir pening einu sinni í mánuði. Ég lýsi hér með eftir einni slíkri. Vilji þið líta eftir því fyrir mig elskurnar.
Begga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.6.2006 | 14:43
HJÁLP
Mig vantar í alvörunnni einhverja gellu til að skúra hjá mér einu sinni í mánuði og borga fyrir það. Ég get það engan veginn líkamlega og það er allt of mikið að gera hjá Björgvini þannig að ég lýsi hér með eftir einhverri sem langar í smá aukapening og skúra 70 fermetra gólfflöt.
Begga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
skemmtilegu bloggin
- Doktor Allý
- Kristín Þóra
-
kennarinn
bullið hennar valdísar -
hulsterinn
þessi er góð -
stínafínaappelsína
suburbianhausewive
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar