Færsluflokkur: Bloggar

Alltaf í tölvunni og STUNUR

Jæja loksins kemst ég í tölvuna....Björgvin er svo mikið að vinna í tölvunni þessa dagana því það er stór vinnuhelgi framundan og miklir peningar þannig að ég bara get ekki annað en leyft manninum að vera í tölvunni. En klukkan er 10.18 og hann er sofandi eftir vinnutörn í nótt þannig ég ákvað að blogga aðeins því svo tekur hann tölvuna með sér alla helgina hmmmmmmmm.

 Verð að segja ykkur við hvað ég vaknaði í fyrrinótt,,,,ég fór að sofa á miðnætti og vaknaði svo um klukkutíma seinna við FOCKING STUNUR í íbúðinni við hliðin á og ekki í fyrsta skipti get ég sagt ykkur og þetta voru mjög háar stunur DÍSES maður vill ekki heyra í nágrönnum sínum þá er nú skárra að heyra fólk rífast.

Anyhow ég ætla að hafa lilluna mína í fríi í dag því ég er ekkert búin að hitta hana í þessari viku vegna vinnu og svo þurfti ég að láta snillinginn hana Stínu laga á mér hárið í gær (TAKK Stína innilega fyrir að bregðast svo skjótt við og redda mér,,svona eru alvöru vinir ef þeir hafa tímann sko) svo í kvöld er fundur í Barnaskóla Hjallastefnunnar með foreldrum barnanna sem ég er að fara að kenna í vetur hmmmm spennó. Þetta er alvöru saumakúbbur þar sem við reddum hvor annarri, í kvöld ætlar Vagna að passa lilluna mína á meðan ég er á fundi.

ÞIÐ ERUÐ FRÁBÆRAR, TAKK FYRIR AÐ VERA TIL.


Helgin framundan

Síðasta sumar varð ég fyrir nýrri lífsreynslu sem var bæði ótrúlega skemmtileg en um leið eitt það dramatískasta og skelfilegasta sem ég hef upplifað.  Ég fór sem sagt í river rafting.  Ég fór með vinnunni hennar Huldu vinkonu í Hólmsá sem er ein hættulegasta áin á landinu.  Þar hittum við fyrir skelþunna guida sem létu okkur fá þennan fína búning.   Alveg nýþröngan (gat varla andað fannst mér) sem ver mann fyrir kulda, vel notaða og blauta skó, hjálm og björgunarvesti.  Trúið mér, þetta var ekki smart outfit en það bjargaði lífi mínu.  Þessi ferð byrjaði ágætlega rólega.  Man að ég var eitthvað gasprandi í bátnum, "Hva, þetta er ekkert mál" , man að það kom einhver svipur á guidinn ...... and I was sorry later.  Sem ég fer að koma að afhverju.  Leiðin hélt áfram niður ánna en svo komum við að stað í ánni þar sem var frekar hættulegur og mátti þá bara einn bátur fara niður flúna í einu því guidarnir í hinum bátunum þurftu að bíða tilbúnir með línur og kajak ef eitthvað mundi fara úrskeiðis.  Svo fór minn bátur niður og við þurftum að hitta á einhvern ákveðinn stað því annars mundum við fara útbyrðis.  Leyfið mér að orða það þannig...........við hittum ekki á staðinn.  Ég man að ég var að róa á fullu og allt í einu var ég komin á bólakaf í ánna.  Ég fékk nett högg á höfuðið, öll vitin fylltust af vatni, sá allt svart og ég sökk og sökk af fullum krafti á bólakaf, og fann að það var ekkert sem ég gat gert.  Ég hugsaði actually,  "Magga, þetta er búið".  En svo kikkaði tískuslysið inn og mér skaut aftur upp á yfirborðið.  Um leið og mér skaut upp þá heyrði ég öskrað.  "Gríptu í línuna, gríptu í línuna".  Sem ég gerði með örvæntingu drukknandi manns,  því þannig leið mér.  Greip um línuna í andköfum, hóstandi og grátandi en komst á land nokkuð heil.  En báturinn eyðilagðist og við gátum ekki notað hann þannig að mínu liði var dreyft á hina bátana.  Ég var sett aftast á einn bátinn rétt hjá guidinum og hafði ekkert til að halda mér í.  En þá tók við lokaparturinn sem var ægilegur þar sem áin var grá og alveg geðveik þar sem enginn réð neitt við neitt að mér fannst og ég bara sat ofan í bátnum og leið stöðugt eins og ég væri að fara útbyrðis.  Og ef það hefði gerst á þeim stað þá væri ég komin langt út á Atlandshaf as we speak og eitthvað lengra.  Var komin með kal á höndunum, hrakin og köld.  En þegar ferðin var búin þá var þetta geggjað ævintýri sem ég hefði ekki viljað fara á mis við.  Svo fórum við aftur í skálann þar sem við skiptum um föt.  Það var engin sturta og aðstaðan var frekar slöpp, þannig að ég fór eins og hinir, aftur heim þakin sandi og einhverju fleirru.  En ykkur að segja þá var þetta reynsla sem var ógleymanleg og ég mæli eindregið með þessu.

En hér er svo málið.  Ég var að byrja í sumarvinnu fyrir rúmri viku.  Og núna á að fara að hrista hópinn eitthvað saman.  Og hvað haldið þið?  Það á að fara í river rafting.  Það á reyndar að fara í Hvítá sem er miklu vægari en ég finn bara mótstöðuna í mér.  Fokk, fokk, fokk.  Þetta var gaman fyrir ári en á ég að fara aftur?  Er ekki viss um að ég meiki svona svaðilför aftur.  Ég er með svo lítið hjarta.  Ég er einnig svo mikil stofuplanta.  Ekki snefill af náttúrbarni í mér, ég vil fara á staði þar sem ég get stungið sléttujárninu í samband.  Ég vil hafa það þægilegt, vera hlýtt og ekki vera þakin drullu og blaut í gegn.  Hvað á ég að gera?  Þetta verðu ábyggilega gaman en þetta ævintýri síðasta sumar var svona one time only.  Eða hvað?  Varla er þetta mál sem ég tek í bæn og hugleiðslu :Þ  

Kv, Magga


Mitt líf í dag

Heil og sæl.

Í dag var fyrsti vinnudagurinn minn eftir veikindin miklu. Það var vel tekið á móti mér og gott að koma enda góður vinnustaður. Ég á nú ekki eftir að vinna þarna lengi í viðbót þar sem ég er að fara í skólann eftir sumarfríið mitt til Ítalíu Svalur.

Anyway, eftir vinnu fórum við Anja Rut í Leikbæ og skiluðum afmælisgjöfinni, bílabrautinni sem við gáfum henni því hún virkaði aldrei almennilega. Ég fór með Æðruleysisbænina fyrir utan því ég bjóst við einhverju veseni en Anja fékk að velja sér annað í staðinn og við fengum afbragðs þjónustu. Hún valdi helling enda dýr bílabraut. Hún er eins og margir vita svolítill strákur í sér enda valdi hún sér slökkviliðsdót, talstöð, gervitennur, bláan bolta (vill bara blátt - ekki bleikt!) og eitthvað fleira. Voða kát.

Ég er búin að vera að skoða í hvað ég er að eyða tímanum svona yfir höfuð og gat hugsað eeeendalaust á meðan ég var veik. Komst að þeirri niðurstöðu að ég eyði honum alltof mikið í tölvunni (allavega kvartar Kalli undan því) og að hugsaHissa. Þið kannist örugglega ekki við það Óákveðinn. Ég hef ákveðið að vera sem minnst í tölvunni þegar ég er heima því ég vinn við þetta daglega og verð tölvutengd daglega líka þegar ég fer í skólann. Svo þarf maður bara fleiri tíma í leynifélaginu til að díla við það að hugsa of mikið - if jú nó vot æ mín Brosandi

Jæja þetta var mjög tilgangslaust blogg en ég verð að standa mig eins og þið og vera með í þessu.

Hafið það gott og verið góð við hvort annað.

Vagna

 ps: læt Æðruleysisbænina fylgja með til gamans.

 

Guð, gefi mér æðruleysi

Til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt

Kjart til að breyta því sem ég get breytt

og vit til að greina þar á milli


Heimavinnandi 4ra barna móðir út á landi, HJÁLP

Þetta ástand byrjaði á sunnudaginn og verður næsta mánuðinn. Stjúpbörnin mín tvö voru s.s. að koma og ég er að ná mér í dag. Ég var orðin þunglynd við tilhugsunina í gær, tilhugsunina um að næsta mánuðinn myndi ég leggja á borð og ganga frá eftir okkur öll á morgnanna, í hádeginu, í kaffinu, jafnvel seinnipartinn (ávextir) og kvöldmat, týna upp drasl, gefa skipanir, þrífa, setja í vél, taka úr vél, hengja upp og BRJÓTA SAMAN OG GANGA FRÁ (uppáhaldið mitt). Pjúff. Það er ekkert að börnunum, þau eru fín, það er bara það sem fylgir þeim FJÓRUM.

Núna er ég að drekka orkudrykk með grænu tei og það er aðeins að birta til hjá mér. Ég verð bara að gera þetta eins og Begga, með honum hérna uppi ;)

Það góða er að þau eru dugleg að leika öll saman og ég get látið þau líta eftir þeim yngri meðan ég fer í sturtu og þess háttar og að ég á uppþvottavél núna og herbergi fyrir þau öll og draslið þeirra, sko, búin að finna fullt að ljósum punktum í þessu :)

 


brunsinn minn:)

jæja maður bara er ekki allveg viss um hvaða dagur er í dag.. en allavega þá er mér allveg sama því úr því að ég fékk ekki brunsinn minn í gær þá fæ ég hann í dag..:)  og fyrir þá sem vissu það ekki þá er leiðinn að hjartanu mínu pottþétt í gegnum magan á mér.. o já ég á það til að taka svona matarást á fólk, ef þú gefur mér eitthvað gott að borða þá un ég elska þig og virða alltaf.....

kveðja hungraða grafavogshúsmóðurinn:)


Í dag

Jæja Edda vaknaði núna um hálf níu,,,,,hún vaknar alltaf snemma þegar ég á að vakna með henni alveg týpískt ekki það að sumum foreldrum finnst hálf níu vera seint hehe en ekki á mínu heimili. Ég hefði dáið ef ég hefði eignast barn sem vaknaði alltaf 6 eða 7,,,úfffff ekki fyrir mig sem er Ö-manneskja þegar kemur að því að vakna.

Anyhow haldið þið að lillan mín sem var fimm ára 12 apríl kom hlaupandi inn með fyrstu tönnina í lófanum sem er búin að vera laus í nokkra daga og núna talar hún ekki um annað en´"mamma núna er ég orðin stór því ég er búin að missa tönn,, ógisssslega sætt. Þessi aldur er YNDISLEGUR.

En það sem er á dagskrá í dag hjá húsmóðurinni í Hafnafirðinum er að sinna tannlausa barninu til hádegis, hver veit nema maður lúrir aðeins yfir teiknimyndunum.....það er svo gott að ná kríu því svo tæti ég til Keflavíkurinnar og mæti til vinnu í fríhöfnina og verð þar frá 13-19 í dag og þá geta feðginin slakað á saman á meðan mamman er í vinnunni (HEHE ekki oft sem það gerist).

Kveðja húsmóðirinn í Hafnafirðinum


Sunnudagur til sælu

jæja komin heim úr einu rólegasta barnaafmæli sem ég hef setið þar sem börnin voru úti allan tímann og við fullorðna fólkið sátum inni og drukkum kaffi og kók og gæddum okkur á kökum og góðgætum.

Nú ætlum við fjölskyldan bara að elda tómatsúpu og brauð og kallinn ætlar að skúra gólfið hmmmmmmmmm hann á sko að sjá um gólfið því ég er lasin í bakinu og get það ekki nema liggja þá í viku á eftir og ég hef ekki tíma til þess þannig að þá er barasta skúrað hér á nokkra mánaða fresti. (SKÚRAÐ SÍÐAST 8 APRÍL  daginn sem við héldum upp á afmæli Eddu Lovísu þess vegna man ég það sko og nota bene það hefur aldrei liðið svona stuttur tími eins og núna)Hmm spurning að fara að fá sér einhverja konu til að sjá um gólfin......nú Stína mín þú ert svo aktív í skúringunum..langar þig ekki í smáaukapening og koma einu sinni í mánuði hehehehehehheheh nú eða þá viti þið um einhverja sem væri til í smáauka pening og skúra gólfin þetta er nú ekki nema 70 fermetra gólfflötur.

Svo held ég að við bara kúrum öll fjölskyldan í mjúka stóra sófanum okkar og horfum á eitthvað skemmtilegt.

 Að lokum eigum við ekki að finna eitthvað skemmtilegt að gera á næstunni allar saman til dæmis fara í bíó eða kaffihús eða eitthvað og þá eitthvað virkt kvöld....hvað segið þið um það?

Kveðja húsmóðirin í Hafnafirðinum


sunnudagur

hvað var aftur við sunnudaga?? ég man að það er mánudagur til mæðu, þriðjudagur til fjár og eitthvað meira en ég get ómugulega munað hvað það er við sunnudaga, en það hlýtur að vera eitthvað skrítið því þetta eitthvað svo skrítinn dagurÖskrandi

allavega þá sé ég fram á að eyða deiginum mínum í að gera fléttur í stelpurnar mínar, svona litlar þið vitið og það tekur allvega lágmark tvo tíma í hvern haus og þá eru farnir fjórir:)

vagna mín.. þú átt alla mína samúð með barna afmælið en ég veit þú hefur gott fólk í kringum þig að hjálpa þér sem betur fer því það er sko meira en að seigja það að halda svona afmæli ég var einmitt með eitt slíkt um dagin 20 gargandi börn út um allt  púff sem betur fer þarf ég það bara 2svar á ári:)

allavega þá vona ég að þið eigið yndislegan dagBrosandi

kveðja grafarvogshúsmóðurinn


Dagurinn minn

Góðan dag stelpur.

Minn dagur í dag byrjaði á því að ég vakna upp af vondum draum í orðsins fyrstu merkingu. Hann var það terrible að ég tárfelldi í svona 10 mín eftir að ég vaknaði Gráta Er ekki til í að deila honum  með ykkur því hann var svo viðkvæmur líka. Þetta er svona "Valdísar-mál" if jú nó vot æ mín Glottandi

Nóg af sjálfsvorkun dauðans.

Ég er að fara að halda barnaafmæli á eftir og á eftir að klára aðeins að taka til. Ekki mikið, bara örlítið Begga Hlæjandi Anja er ennþá sofandi og klukkan er 09:35! Maðurinn minn fór á fund um 8 og kemur svo endurnærður heim. Sunnudagarnir eru mínir uppáhalds vegna þessara funda hans. Ég veit þið skiljið hvað ég á við Ullandi

Elsku loðinleggjur. Megi þið eiga yndislegan dag og hlakka til að hitta ykkur aftur. Knús og kreistur Koss Vagna


Okei þá ég skal laga forsíðuna

Hrikalega ljót síðan.....bara gat ekki meir s.s. horft á hana svona dísus en er ekki frjáls fyrir íþróttum.

 Hvernig líst ykkur á þetta???????????????????


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Begga, Hrefna, Kristín Þóra, Magga, Stína og Vagna
Begga, Hrefna, Kristín Þóra, Magga, Stína og Vagna
við erum stæltar stelpur í sveitinni...
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

skemmtilegu bloggin

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband